Fréttir

Hlýhugur eldri nemanda

Góð bókagjöf

18.12.2012

Kristin

Það er alltaf gaman að fylgjast með hvernig fyrrverandi nemendum við skólann vegnar eftir að þeir hverfa héðan með bros á vör. Eyþór Jóvinsson sem útskrifaðist héðan fyrir nokkrum árum er orðinn bókaútgefandi og verslunareigandi á Ísafirði. Nú var hann að senda frá sér myndarlega ljósmyndabók með 109 myndum eftir 50 vestfirska ljósmyndara. Þetta er stæðilegur gripur og myndirnar sýna vel tign og fegurð landsfjórðungsins. Bókina má skoða á bókasafninu og víst er að nemendur að vestan eða með taugar til Vestfjarða hljóta að vilja sjá dýrðina.

Það er alltaf gaman að fylgjast með hvernig fyrrverandi nemendum við skólann vegnar eftir að þeir hverfa héðan með bros á vör. Eyþór Jóvinsson sem útskrifaðist héðan fyrir nokkrum árum er orðinn bókaútgefandi og verslunareigandi á Ísafirði. Nú var hann að senda frá sér myndarlega ljósmyndabók með 109 myndum eftir 50 vestfirska ljósmyndara. Þetta er stæðilegur gripur og myndirnar sýna vel tign og fegurð landsfjórðungsins. Bókina má skoða á bókasafninu og víst er að nemendur að vestan eða með taugar til Vestfjarða hljóta að vilja sjá dýrðina.

Leita á vefnum
StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica